Hafþór og Anníe Mist með langhæstu tekjurnar

Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson Ljósmynd/Aðsend

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson og krossfitkonan Anníe Mist Þórisdóttir var tekjuhæsta íþróttafólk á Íslandi á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsar verslunar sem kom út í dag.

Samkvæmt blaðinu var Hafþór með rétt rúmlega fimm milljónir króna á mánuði á síðasta ári, fyrir skatt. Hafþór hefur aflað tekna sem aflraunamaður, hnefaleikamaður og leikari.

Anníe Mist hefur verið í fremstu röð í krossfit á undanförnum árum og þénaði hún tæpar 3,5 milljónir króna á mánuði.

Annie Mist Þórisdóttir
Annie Mist Þórisdóttir Ljósmynd/Aðsend.

Eiður Smári Guðjohnsen var í þriðja sæti með tæplega tvær milljónir á mánuði, en Eiður þjálfar sem stendur karlalið FH í fótbolta. Þar á undan var hann aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.

Líney Rut Halldórsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ var í þriðja sæti með rúmar 1,6 milljónir á mánuði og Darri Freyr Atlason, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Vals og karlaliðs KR í körfubolta, er í fimmta sæti með rétt rúmar 1,6 milljónir á mánuði. Hann starfar við viðskiptaþróun hjá Lucinity, ásamt því að vera spekingur í sjónvarpi.

mbl.is