Kveikjan að formannsslag Sjálfstæðisflokksins?

Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson heilsast.
Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson heilsast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Guðlaugur Þór og ég höldum með Liverpool en Bjarni Benediktsson heldur með Manchester United,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um enska boltann.

Togstreita á milli United og Liverpool

Bjarni hafði betur í formannsslag Sjálfstæðisflokksins í nóvember á síðasta ári þar sem hann hlaut 59% atkvæða en Guðlaugur Þór, sem bauð sig fram á móti honum, hlaut 40% atkvæða.

Ég finn alltaf þessa Manchester United og Liverpool-togstreitu á milli Bjarna og Guðlaugs Þórs,“ sagði Katrín.

Blaðamaður skaut þá inn í að það hafi líka verið togstreita á milli þeirra um formannsembætti Sjálfstæðisflokksins.

„Ég hugsa að það hafi kannski bara sprottið út frá þessari United og Liverpool-togstreitu,“ bætti Katrín meðal annars við í léttum tón.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina