Cink er efstur þegar keppni er hálfnuð

Stewart Cink.
Stewart Cink. Reuters

Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink lék á 64 höggum eða 6 höggum undir pari á öðrum keppnisdaegi á Travelers meistaramótinu í golfi á PGA-mótaröðinni í gær. Hann er með eitt högg í forskot þegar keppni er hálfnuð.

Hunter Mahan hefur titil að verja en Bandaríkjamaðurinn lék á 63 höggum í gær eða 7 höggum undir pari og er hann einu höggi á eftir Cink, líkt og þeir Ken Duke og Lucas Glover. Margi af þeim sem tóku þátt á Opna bandaríska meistaramótinu um s.l. helgi tóku sér frí í „vinnunni“ á þessu móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert