Þrír komust í gegnum niðurskurðinn

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/GSÍ

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Axel Bóasson og Ólafur Björn Loftsson komust allir í gegnum niðurskurðinn á opna finnska meistaramótinu í golfi í dag en mótið er hluti af Nordic mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst sem lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari missti aðeins dampinn í dag en hann lék annan hringinn á einu höggi yfir pari og samtals á fjórum höggum undir parinu og er í 16.-24. sæti.

Axel lék á parinu í dag og er samtals á einu höggi undir pari og er í 35.-41. sæti. Ólafur Björn lék í dag á pari vallarins er samtals á einu höggi yfir pari í 45. sæti ásamt fleirum.

Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín komust ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Andri lék í dag pari og endaði á samtals þremur höggum yfir og Haraldur lék á parinu og lauk keppni á fimm höggum yfir pari.

mbl.is