Betri nú en fyrir nokkrum vikum

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

„Ég held að ég hafi verið betri núna en ég var fyrir nokkrum vikum,“ sagði bandaríski kylfingurinn Tiger Woods sem virðist vera að ná vopnum sínum á golfvellinum.

Tiger hafnaði í 2.-3. sæti á Valspar Championship-mótinu í golfi í Flórída í gærkvöld. Tiger var í toppbaráttu allt mótið og að lokum var hann sentimetrum frá því að tryggja sér bráðabana um sigur. Hann endaði á 9 höggum undir pari eins og Patrick Reed en Paul Casey stóð uppi sem sigurvegari.

„Ég hélt áfram að vera aðeins betri og skarpari og var ekki langt frá því að vinna sigur á mótinu,“ sagði Tiger, sem hefur unnið 14 risamót á ferli sínum en fimm ár eru liðin frá því að vann síðast.

Lokastaðan á mótinu
mbl.is