Birgir Leifur byrjar í Kenía

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, byrjar nýtt tímabil í Afríkuríkinu Kenía. Barcleys-mótið fer þar fram dagana 22.-25. mars. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu.

Birgir bar sigur úr býtum á einu móti á mótaröðinni á síðasta ári og var það fyrsti sigurinn hjá íslenskum kylfingi á mótaröð í næstefsta styrkleikaflokki atvinnukylfinga.

Íslandsmeistarinn Axel Bóasson er fyrsti maður á biðlista á mótið. Hann er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni eftir sigur á Nordic Tour-mótaröðinni á síðasta ári.

mbl.is