Ómögulegt að koma orðum að þessu

Patrick Reed er hér klæddur í græna jakanna eftir sigurinn …
Patrick Reed er hér klæddur í græna jakanna eftir sigurinn á Masters-mótinu. AFP

„Það er nánast ómögulegt að koma orðum að þessu,“ sagði bandaríski kylfingurinn Patrick Reed eftir sigurinn á Masters-mótinu í golfi sem lauk á Augusta vellinum í kvöld.

Þessi 27 ára kylfingur vann þar með sitt fyrsta risamót á ferlinum en hann lauk keppni á 15 höggum undir pari, einu höggi á undan Rickie Fowler og tveimur höggum á undan Jor­d­an Spieth, sem veittu Reed harða keppni undir lokin.

Fyrir sigurinn fékk Reed 196 milljónir króna í verðlaunafé en hann var í 24. sæti á heimslistanum fyrir mótið og enginn ræddi um fyrir mótið að hann ætti einhvern möguleika á að standa uppi sem sigurvegari.

Tiger Woods, sem var að taka þátt í sínu fyrsta risamóti frá árinu 2015, lék lokahringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann lauk keppni á einu höggi yfir pari og endaði í 32.-36. sæti en Tiger hefur fjórum sinnum farið með sigur af hólmi á Masters-mótinu.

Lokastaðan á mótinu:

Sigurvegar á Masters-mótinu síðustu 10 árin:

2018: Patrick Reed (Bandaríkjunum)

2017: Sergio Garcia (Spáni)

2016: Danny Willett (Englandi)

2015: Jordan Spieth (Bandaríkjunum)

2014: Bubba Watson (Bandríkjunum)

2013: Adam Scott (Ástralíu)

2012: Bubba Watson (Bandaríkjunum)

2011: Charl Schwartzel (S-Afríku)

2010: Phil Mickelson (Bandaríkjunum)

2009: Angel Cabrera (Argentínu)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert