Ólafía lék á einu undir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir lék á einu höggi undir pari á fyrsta hring á Volvik-meist­ara­mót­inu í golfi sem fram fer í Michigan í Banda­ríkj­un­um. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Spilamennska Ólafíu var örugg og fékk hún pör á fyrstu átta holunum áður en hún nældi í fugl á 9. holu og var því á einu höggi undir pari eftir fyrri níu. Hún fékk annan fugl á 14. holu og komst á tvö högg undir pari en skolli á 16. braut þýddi að hún kláraði hringinn á einu höggi undir pari. 

Ólafía er í 34.-51. sæti eftir hringinn og með svipaðri spilamennsku á morgun ætti hún að fara í gegnum niðurskurðinn. 

Ólafía í Michigan - 1.hringur opna loka
kl. 18:09 Textalýsing 18 - par Ólafía fær par á síðustu holunni og lýkur leik á einu höggi undir pari í dag. Það er hinn fínasti árangur. Staðan:/b> -1, 35.-51. sæti.
mbl.is