Ólafía í baráttu um sigurinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í góðum málum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í góðum málum. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í ljómandi góðri stöðu eftir þriðja hring sinn á Lacoste Ladies Open de France-mót­inu í golfi í Frakklandi í dag. Ólafía lék hringinn á 68 höggum, þremur höggum undir pari, og er hún á meðal efstu kylfinga. 

Ólafía lék annan hringinn einnig á 68 höggum og fyrsta hringinn á 71 höggi og er hún því samanlagt á sex höggum undir pari, tveimur höggum frá hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen sem er í forystu. Ólafía er í sjöunda sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum í jafnri toppbaráttu. 

Ólafía fékk fjóra fugla, einn skolla og þrettán pör á hringnum í dag. Eins og áður segir er Ólafía aðeins tveimur höggum á eftir forystusauðnum og á því raunhæfa möguleika á að standa uppi sem sigurvegari á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert