Fínn hringur hjá Guðmundi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson hófu í dag keppni á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi en mótið fer fram á Frilford Heath-vellinum á Englandi.

Guðmundur Ágúst lék hringinn í dag á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins. Guðmundur fékk fjóra fugla og þrjá skolla á hringnum en lék aðrar holur á pari. Þegar þetta er skrifað er hann í 5.-6.sæti en um helmingur kylfinga á eftir að ljúka leik í dag.

Það gekk ekki eins vel hjá Andra en hann lék hringinn á 79 höggum eða á 7 höggum yfir parinu. Andri fékk tvo fugla, fjóra skolla og tvo skramba og er á meðal neðstu manna af þeim sem hafa lokið keppni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert