Erfiður dagur hjá Axel

Axel Bóasson
Axel Bóasson Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslandsmeistarinn í golfi, Axel Bóasson úr Keili, fór ekki vel af stað á fyrsta hringnum á 1. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina.

Axel leikur í Portúgal og samkvæmt netmiðlinum Kylfingur.is lék hann 17 holur í gær á 4 höggum yfir pari áður en fresta þurfti leik vegna myrkurs. Skor Axels var fyrir vikið ekki sett inn á heimasíðu European Tour.

95 kylfingar leika í Portúgal og komast um 20 efstu áfram á 2. stigið að 72 holum loknum. Mörg mót eru haldin á 1. stiginu enda reyna alls hátt í þúsund kylfingar fyrir sér á úrtökumótunum. Haraldur Franklín Magnús er kominn áfram á 2. stigið og þar á Birgir Leifur Hafþórsson keppnisrétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert