Axel fataðist flugið

Axel Bóasson.
Axel Bóasson.

Íslandsmeistarinn Axel Bóasson komst ekki áfram á annað stig á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Axel lék fjórða og síðasta hringinn sinn í dag á Bom Sucesso-vellinum í Portúgal á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. 

Axel lék best í gær eða á 70 höggum undir pari, en hann var langt frá sínu besta í dag og fékk einn þrefaldan skolla og annan fjórfaldan skolla. Hann fékk svo þrjá skolla og þrjú pör. 

Meistarinn lék samanlagt á 13 höggum yfir pari og hafnaði í 54. sæti. Efstu 20 kylfingarnir fara áfram á annað stig úrtökumótsins og eiga möguleika á að tryggja sér sæti í Evrópumótaröðinni. 

mbl.is