Guðmundur lék best Íslendinganna

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/GSÍ

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék best af Íslendingunum fimm sem taka þátt í Winter Series Lumine Hills Open-mótinu í golfi á Spáni en mótið er hluti af Nordic-mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst lék annan hringinn í dag á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er í 20.-28. sæti á tveimur höggum undir pari þegar þetta er skrifað.

Haraldur Franklín Magnús lék á tveimur höggum yfir pari í dag eftir að hafa spilað fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er samtals á einu höggi undir pari í 28.-36. sæti.

Aron Bergsson, sem lék hringinn í gær á þremur höggum undir pari, átti afar slæman dag en hann lék hringinn á 11 höggum yfir pari og er því samtals á 8 höggum yfir pari. Íslandsmeistarinn Axel Bóasson lék á fimm höggum yfir pari og er samtals á 11 höggum yfir pari en Andri Þór Björnsson hefur ekki lokið leik í dag.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert