Axel lék best Íslendinganna og er í toppbaráttu

Axel Bóasson
Axel Bóasson mbl.is/Kristinn Magnússon

Axel Bóasson lék best af Íslendingunum sex sem hófu í dag keppni á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla í golfi sem haldið er í Fleesensee í Þýskalandi.

Axel lék fyrsta hringinn á 70 höggum eða á tveimur höggum undir pari vallarins og er hann í 3.-10. sæti. Axel fékk þrjá fugla og einn skolla á hringnum.

Andri Þór Björnsson og Bjarki Pétursson léku á 72 höggum eða á parinu og eru í 17.-27. sæti.

Rúnar Arnórsson og Aron Snær Júlíusson léku á einu höggi yfir pari og eru í 27.-41. sæti og Ragnar Már Garðarsson lék á fjórum höggum yfir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is