Hversvegna skrifarðu ekki bakvörð um þetta?

Golf í góðu veðri.
Golf í góðu veðri. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Ég lenti í matarboði fyrir ekki svo löngu. Félagsskapurinn var þannig saman settur að ég bjóst við því að fá frí frá vinnunni og íþróttunum vegna þess að þær eru ekki á áhugasviði þeirra sem þar voru.

Bleik var þess vegna brugðið þegar ég fékk gula spjaldið í matarboðinu fyrir störf mín á Morgunblaðinu. Því átti ég ekki von á þótt vitaskuld sé þar nægan efnivið að finna til að gagnrýna. Bjóst bara ekki við þessu úr þessari átt.

Frændi minn sagðist sem sagt hafa veitt því athygli hvernig sjálfboðaliðar hjálpuðu í stórum stíl til við að gera Íslandsmótið í golfi að veruleika í Mosfellsbæ í ágúst. Þetta væri stórmerkilegt á tímum þegar erfitt væri að fá fólk til að sinna sjálfboðastarfi eftir því sem hann best vissi. Hvort sem það er í íþróttunum eða annars staðar.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert