Góður árangur Guðmundar á lokamótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði góðum árangri á Mallorca.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði góðum árangri á Mallorca. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafnaði í 16. sæti á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar í golfi á Mallorca, en fjórði og síðasti hringurinn var leikinn í dag

Guðmundur lék á 71 höggi í dag eða á pari. Fékk hann fjóra fugla, fjóra skolla og tíu pör.

Guðmundur lék fyrsta hringinn á 72 höggum, annan á 68 höggum og þann þriðja á 70 höggum og lauk leik á samtals þremur höggum undir pari.

Tékkinn Ondrej Lieser fagnaði sigri á mótinu en hann lék á samanlagt 11 höggum undir pari.

mbl.is