Meistarinn þarf að vinna fyrir sér á Íslandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær af braut í Sádí-Arabíu á dögunum.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær af braut í Sádí-Arabíu á dögunum. Ljósmynd/LET

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili náði sínum besta árangri frá upphafi á Evrópumótaröðinni í golfi á The Saudi Ladies Team International-mótinu á Royal Greens-vellinum í Sádi-Arabíu á dögunum.

Guðrún Brá hafnaði í 39. sæti en hún lék fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari og var í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdag. Henni fataðist hins vegar flugið þegar leið á mótið og lék á samtals þremur höggum yfir pari.

Kylfingurinn, sem varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð í sumar, keppti einnig á Saudi Ladies International-mótinu í Sádi-Arabíu, dagana 12.-15. nóvember, en þar náði hún sér ekki á strik.

„Ég er mjög sátt með árangurinn á síðasta móti þótt maður geti auðvitað alltaf gert betur,“ sagði hin 26 ára gamla Guðrún Brá í samtali við Morgunblaðið.

„Ég spilaði ekki nægilega vel á fyrra mótinu en það má kannski skrifa það aðeins á leik- og keppnisæfingu ef svo má segja. Ég var komin betur í gang á seinna mótinu og það sást á spilamennskunni. Mér gekk virkilega vel á fyrsta keppnisdegi en á öðrum keppnisdegi var ég með rástíma fyrri part dags og það byrjaði að hvessa mikið seinni partinn og hringirnir tveir voru því erfiðari en fyrsti hringurinn.

Ég ætla ekki að fara að nota það sem einhverja afsökun en vindurinn spilaði klárlega inn í. Þá var pútterinn ekki alveg jafn heitur eins og fyrri daginn og á þessu stigi golfsins er oft mjög lítill munur á því að spila illa og vel. Ég vil þess vegna ekki ganga svo langt og tala um vonbrigði á seinni keppnisdeginum en ég er alveg tilbúin að segja það upphátt að ég hefði getað spilað betur.

Eins og ég sagði í viðtölum fyrir mótið þá hafði ég í raun ekki spilað neitt golf af viti mánuðinn áður en ég fer út, og það hefur alltaf áhrif þegar á hólminn er komið,“ bætti Íslandsmeistarinn við.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »