Fólk þekkir ekki manneskjuna Valdísi Þóru

Valdís Þóra Jónsdóttir lætur gott heita í keppnisgolfi.
Valdís Þóra Jónsdóttir lætur gott heita í keppnisgolfi. Ljósmynd/seth@golf.is

„Þetta er sambland af nokkrum tilfinningum. Tilfinningarnar voru yfirþyrmandi eftir að ég gaf þetta út en ég er góð núna. Þetta var rétt ákvörðun í stöðunni og nú kemur smá aðlögunartímabil,“ sagði kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir í samtali við Morgunblaðið.

Valdís lagði í gær golfbúnaðinn á hilluna eftir glæsilegan feril, en hún er aðeins 31 árs. Þrálát meiðsli hafa gert henni afar erfitt fyrir síðustu ár. Hún segir ekki eitthvert eitt augnablik hafa skipt sköpum.

Sársaukafullar meðferðir

„Ekki beint þannig. Ég er búin að vera verkjuð í mjög langan tíma og fara í gegnum sársaukafullar meðferðir undanfarna mánuði og það eru takmörk fyrir því sem maður getur gengið í gegnum,“ sagði hún. Valdís hefur reynt hvað hún getur að fá bót meina sinna og sársaukafullar meðferðir á borð við rafstuð í taugar og að brenna taugaenda hafa ekki skilað árangri. „Ég mæli ekki með þessu, ég hef upplifað þægilegri hluti,“ sagði Valdís stutt í spuna.

Valdís mun upp að vissu marki sakna þess að vera atvinnumaður í golfi, en hún viðurkennir að það hafi stundum tekið á. „Maður hitti og kynntist rosalega mörgu góðu fólki og eignaðist vini. Ég mun sakna þess að vera í þessu umhverfi en ég mun ekki sakna þess að leggja líkama og sál í það sem tekur til þess að vera atvinnumaður. Það er ofboðslega mikið álag, andlega og líkamlega, og það er lýjandi.“

Valdís Þóra var um tíma tekjulaus þegar kórónuveirufaraldurinn skall á, en hún vinnur nú sem íþróttastjóri í heimabæ sínum Akranesi. Fyrst og fremst voru það meiðslin sem urðu til þess að hún ákvað að hætta, en Valdís bendir á að fjárhagslega hliðin geti verið snúin.

Viðtalið við Valdísi Þóru má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert