Erfið byrjun í Tékklandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék fyrsta hringinn á D+D REAL Czech Challenge-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu á 74 höggum, tveimur höggum yfir pari í dag. 

Guðmundur fékk fugl strax á fyrstu holu en síðan þrefaldan skolla á annarri holu. Eftir það fékk íslenski kylfingurinn tvo fugla og tvo skolla. 

Hann er sem stendur í 95. sæti og þarf að leika betur á öðrum hringnum á morgun til að eiga möguleika á að fara í gegnum niðurskurðinn. 

mbl.is