Allt í hnút á toppnum

Díana Kristín Sigmarsdóttir var markahæst hjá Fjölni.
Díana Kristín Sigmarsdóttir var markahæst hjá Fjölni. mbl.is/Golli

Það er óhætt að segja að spennan sé mikil á toppi 1. deildar kvenna í handknattleik, en Fjölnir og HK jöfnuðu topplið KA/Þór að stigum með sigrum í kvöld.

Fjölnir fékk Víking í heimsókn og eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 13:12, kláraði Fjölnir leikinn 24:21. Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fjölni en Alina Molkova skoraði 10 fyrri Víking.

HK tók á móti ÍR og eftir að jafnt var í hálfleik, 10:10, tók HK yfirhöndina og uppskar fimm marka sigur 23:18. Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði sex mörk fyrir HK og Sólveig Lára Kristjánsdóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍR.

Fjölnir, KA/Þór og HK hafa öll 21 stig og raða sér í efstu þrjú sætin.

HK – ÍR 23:18 (10:10)

Mörk HK: Hulda Bryndís Tryggvadóttir 6, Birta Rún Grétarsdóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1, Karen Kristinsdóttir 1.
Mörk ÍR: Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Jenný Jensdóttir 3, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Silja Ísberg 1, Petra Waage 1, Auður Margrét Pálsdóttir 1.

Fjölnir – Víkingur 24:21 (13:12)

Mörk Fjölnis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 7, Berglind Benediktsdóttir 4, Helena Ósk Kristjánsdóttir 3, Díana Ágústsdóttir 3, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 2, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir 2, Kristín Lísa Friðriksdóttir 1.

Mörk Víkings: Alina Molkova 10, Sigríður Rakel Ólafsdóttir 3, Sophie Klapperich 3, Steinunn Birta Haraldsdóttir 2, Andrea Olsen 1, Helga Birna Brynjólfsdóttir 1, Ásta Björk Agnarsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert