Afturelding sækir þrjá

Þorgrímur Smári Ólafsson, þjálfarinn Einar Andri Einarsson og Lárus Helgi …
Þorgrímur Smári Ólafsson, þjálfarinn Einar Andri Einarsson og Lárus Helgi Ólafsson. Ljósmynd/Björgvin Franz

Bræðurnir Lárus Helgi og Þorgrímur Smári Ólafssynir og Kolbeinn Aron Ingibjargarson hafa ákveðið að ganga til liðs við handknattleikslið Aftureldingar.

Allir hafa skrifað undir samninga við Aftureldingu, bræðurnir til þriggja ára hvor og Kolbeinn Aron til tveggja ára. Hann hefur verið annar markvörður ÍBV síðustu árin.

Lárus Helgi, sem er markvörður eins og Kolbeinn, lék síðast með Gróttu en Þorgrímur Smári var í herbúðum norska B-deildarliðsins Runar í Sandefjord á nýliðinni leiktíð. Bræðurnir hafa víða farið og leikið með nokkrum félagsliðum hér á landi.

Að sögn Ásgeirs Sveinssonar, formanns meistaraflokksráðs karla hjá Aftureldingu, er ástæðan fyrir að liðið krækir í tvo markverði sú að Davíð Hlíðdal Svansson er hættur og óvíst er hvort Kristófer Fannar Guðmundsson leikur handknattleik á næsta keppnistímabili vegna þrálátra meiðsla. Hann gekkst undir aðgerð á mjöðm á síðasta sumri sem virðist ekki hafa borið tilætlaðan árangur.

Sjá meira um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert