Sigurmark Valsmanna átti ekki að standa

Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Vals, sækir að marki ÍR í ...
Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Vals, sækir að marki ÍR í leik liðanna í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Anton Rúnarsson tryggði Val 24:23-sigur í háspennuleik gegn ÍR í fimmtu umferð Olísdeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Anton skoraði með svokölluðu sirkusmarki í þann mund sem leiktíminn rann út. Eins og sést í myndskeiði sem Jökull Finnbogason, leikmaður Gróttu, setti inn á twitter í gærkvöldi var markið kolólöglegt.  

mbl.is