Arnar hættir þjálfun ÍBV

Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV.
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Arnar Pétursson mun hætta sem þjálfari karlaliðs ÍBV í handknattleik eftir tímabilið, en Arnar gerði Eyjamenn að bikarmeisturum á dögunum. Hann staðfestir þetta við Morgunblaðið.

Arnar er að ljúka sínu þriðja tímabili sem þjálfari ÍBV auk þess sem hann og Gunnar Magnússon stýrðu liðinu veturinn 2013-2014 og gerðu að Íslandsmeisturum.

Rætt er við Arnar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kemur út í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert