Eyjamenn halda í vonina um titilinn

Agnar Smári Jónsson fór mikinn með ÍBV í kvöld.
Agnar Smári Jónsson fór mikinn með ÍBV í kvöld. mbl.is/Hari

Eyjamenn unnu sterkan fjögurra marka sigur á ÍR-ingum þegar liðin áttust við í frestuðum leik í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Lokatölur 30:26 en ÍBV heldur nú möguleikum sínum lifandi á því að verða deildarmeistarar. 

Nokkra lykilmenn vantaði í lið ÍBV en það kom ekki að sök í dag. Kári Kristján Kristjánsson og Agnar Smári Jónsson voru atkvæðamestir með átta mörk hvor. Sturla Ásgeirsson var einnig með átta mörk fyrir gestina.

ÍR-ingar byrjuðu leikinn virkilega illa og höfðu heimamenn undirtökin, allt þangað til að sóknarleikur ÍR-inga fór að smella. Þá lentu leikmenn ÍBV í miklum vandræðum með sterka sóknarmenn gestanna. Síðustu tíu mínútur hálfleiksins náðu Eyjamenn þó forskotinu til baka og héldu því í hálfleik þar sem staðan var 14:13.

Kári Kristján og Agnar Smári voru með sitthvor fjögur mörkin hjá Eyjamönnum en Sturla Ásgeirsson hafði skorað fimm, tvö úr vítum og klikkað á öðrum tveimur vítum. Markverðir liðanna náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik, Aron Rafn Eðvarðsson varði fimm skot, þó tvö af vítalínunni en Grétar Ari Guðjónsson varði fimm.

Í síðari hálfleik átti Grétar Ari mjög erfitt uppdráttar í marki ÍR og öll skot Eyjamanna sem hittu markið enduðu í netinu fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiks. ÍBV spilaði þó virkilega vel sóknarlega og tókst að stoppa í götin varnarlega en þess að auki varði Aron Rafn vel á köflum.

ÍR-ingar eru ennþá í séns á því að missa af úrslitakeppninni en þá þarf liðið að tapa með Fram með níu mörkum eða fleiri í næsta leik og allt þarf að fara til fjandans hjá liðinu í lokaumferðinni. Þeir eru því með sæti sitt nokkuð tryggt. 

ÍBV 30:26 ÍR opna loka
60. mín. Leik lokið Eyjamenn vinna fjögurra marka sigur, voru betra liðið í dag heilt yfir.
mbl.is