Munaði mikið um markvörsluna

Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, ræðir við leikmenn sína.
Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, ræðir við leikmenn sína. mbl.is/Hari

„Ég á eftir að fara yfir leikinn en mér sýnist að markvarslan hafi til dæmis verið talsvert betri hjá Val en okkur Hún ræður oft úrslitum í úrslitaleikjum eins og þessum,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, vonsvikinn eftir sex marka tap, 28:22, fyrir Val í lokaumferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Víkinni í dag. Valur varð þar með deildarmeistari en Haukar höfnuðu í fjórða sæti og mætir Val á nýjan leik í úrslitakeppninni um Ísalandsmeistaratitilinn.

„Valur er með frábært  en mér fannst mínir leikmenn gera flest allt rétt en það sem skilur fyrst og fremst á milli er að Valur fékk fleiri varin skot, ekki síst í upphafi leiksins þegar leiðir skildu,“ sagði Elías Már og bætti við að fleiri atriði hefðu skilið á milli, flest lítil, en um þau munaði þegar upp væri staðið.

Aðra helgina í röð tapar  Haukaliðið úrslitaleik. Fyrir vikið lá liðið fyrir Fram í úrslitum bikarkeppninnar og nú fyrir Val í leik um deildarmeistaratitilinn.  „Við erum með talsvert yngra lið en liðið þrjú í kringum okkur, Valur, Fram og ÍBV. Flestir leikmenn mínir hafa ekki farið í gegnum svona rússibana áður sem fylgir úrslitaleikjum, hvað þá tvær helgar í röð. Vissulega skila þessir leikir okkur mikilvægri reynslu inn í efnilegt lið en það er alltaf vont að tapa úrslitaleikjum, hvað þá tveimur röð.  Við vorum með örlögin í höndum okkar í dag og réðum ekki við það,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, um leið og hann óskaði Val til hamingju með deildarmeistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert