Valur er deildarmeistari

Valur hampar deildarmeistarabikarnum.
Valur hampar deildarmeistarabikarnum. mbl.is/Eggert

Valur varð í dag deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir öruggan sigur á Haukum í lokaumferðinni, 28:22, í viðureign sem fram fór í Víkinni. Valur er þar með með 34 stig í deildinni, tveimur meira en Fram sem hafnaði í öðru sæti. Í úrslitakeppninni mætir Valur liðið Hauka annarsvegar og hinsvegar eigast við Fram og ÍBV.

Valur virtist hafa leikinn í dag í höndum sér frá upphafi. Leikur liðsins var á heildina heilstreyptari en hjá hinu unga liði Hauka sem einnig átti möguleika á deildarmeistaratitlinum áður en flautað var til leiks í dag.

Það var mikil spenna í loftinu fyrir leikinn enda var mikið í húfi. Bæði lið áttu möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörkin. Valsliðið svaraði með fjórum mörkum í röð eftir að að hrökk í gang. Eftir það var Valur með yfirhöndina, eitt til þrjú mörk til loka hálfleiksins þegar forskot liðsins var tvö mörk, 12:10.

Díana Dögg Magnúsdóttir og stöllur úr Val mæta Haukum að …
Díana Dögg Magnúsdóttir og stöllur úr Val mæta Haukum að Hlíðarenda í dag. Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

Valskonur byrjuðu síðari hálfleik af gríðarlegum krafti. Þær náðu sex marka forskoti, 18:12. Haukar reyndu eftir mætti að klóra í bakkann en tókst ekki. Minnstur var munurinn í síðari hálfleik fjögur mörk.

Leikur Valsliðsins var góður. Liðið stóð undir álaginu. Vörn liðsins var góð og Lina Rypdal markvörður var vel með á nótunum. Morgan Marie Þorkelsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir voru allt í öllu í sóknarleiknum.

Hið unga lið Hauka stóð ekki undir álaginu þegar á reið en tekur þessa reynslu af leiknum og úrslitaleiknum í bikarkeppnninni um síðustu helgi með sér inn í úrslitakeppnina sem framundan er.

Valur 28:22 Haukar opna loka
60. mín. Lina Rypdal (Valur) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert