Kára bauðst ættleiðing

Kári Jónsson.
Kári Jónsson. mbl.is/Hari

Undraverð frammistaða landsliðsmannsins unga, Kára Jónssonar, fyrir Hauka í Keflavík í gærkvöldi vakti mikil og gjarnan skemmtileg viðbrögð á samfélagsmiðlum þar sem menn draga hvergi af sér. 

Harður Haukamaður óskaði meira að segja eftir því að fá að ættleiða Kára og þjálfari Hattar á Egilsstöðum fékk hugmynd að nafni fyrir ófædda dóttur. Auk þess er goðsögnin Teitur Örlygsson að því er virðist heilsutæpur og stofnandi Karfan.is telur Kára stýra boltanum með hugarorkunni.

Þessi skilaboð biðu Kára á Facebookvegg hans að leiknum loknum.
Þessi skilaboð biðu Kára á Facebookvegg hans að leiknum loknum. Facebook

Mbl.is tók laufléttan rúnt á samfélagsmiðlum og tók saman nokkur viðbrögð íþróttaunnenda við frammistöðu Kára sem skoraði 6 stig á síðustu 3 sekúndum í sigri Hauka 85:82 og þar af sigurkörfu á lokasekúndunni frá eigin vítalínu. 

Facebook

Fyrrverandi formaður Samtaka Íþróttafréttamanna og fv. leikmaður ÍA og Skallagríms ...
Fyrrverandi formaður Samtaka Íþróttafréttamanna og fv. leikmaður ÍA og Skallagríms sparaði ekki stóru orðin. Facebook
mbl.is