Hvað gerir Aron gegn gömlu félögunum?

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson mætir sínum gömlu félögum í ungverska liðinu Veszprém í fyrsta sinn á morgun en þá eigast liðin við í 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.

Leikurinn fer fram í Palau Blaugrana-höllinni í Barcelona en þar hefur Veszprém aldrei tekist að fara með sigur af hólmi.

Aron kom til Barcelona frá ung­verska liðinu Veszprém í októ­ber á síðasta ári eft­ir japl, jaml og fuður. Barcelona keypti upp samn­ing hans hjá Veszprém eft­ir mikið þref á milli Arons og for­ráðamanna Veszprém sem hótuðu hon­um keppn­is­banni.

Barcelona, sem féll úr leik í 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð, tapaði fyrir Rhein-Neckar Löwen 35:34 á útivelli í fyrstu umferðinni um síðustu helgi en Veszprém vann tveggja marka sigur gegn pólska liðinu Kielce 29:27.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert