Ágúst varði vel gegn AIK

Ágúst Elí Björgvinsson í leik með FH.
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með FH.

Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, varði vel í kvöld þegar lið hans Sävehof vann AIK, 29:25, í sænsku úrvalsdeildinni á heimavelli sínum.

Ágúst lék um það bil tvo þriðju hluta leiksins og varði átta af þeim nítján skotum sem hann fékk á sig og var með 42 prósent markvörslu.

Sävehof er eitt fjögurra liða sem eru jöfn á toppi deildarinnar með 12 stig en hin eru Kristianstad, Skövde og Alingsås. Þau hafa þó leikið mismarga leiki og Kristianstad fæsta þeirra, aðeins sex, og unnið alla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert