Frost á Hlíðarenda

Frá viðureign liðanna í gær.
Frá viðureign liðanna í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það varð algjört hrun í sóknarleik Valskvenna á örlagaríku augnabliki þegar liðið fékk Fram í heimsókn á Hlíðarenda í 9. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í gær. Valskonur skoruðu ekki mark á síðustu tíu mínútum leiksins sem lauk með 27:22-sigri gestanna úr Safamýri.

Leikurinn fór af stað með miklum látum og var mikill hraði á Hlíðarenda fyrstu fimmtán mínútur leiksins. Framkonur voru þremur mörkum yfir í hálfleik en Valsliðið jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks. Liðin skiptust á að vera með forystu, allt þangað til tíu mínútur voru til leiksloka. Þá fraus sóknarleikur Valskvenna og Fram gekk á lagið og vann fimm marka sigur.

Valsliðið spilaði vel í fimmtíu mínútur en það er ekki nóg í svona stórum leik. Leikmenn liðsins voru ragir síðustu tíu mínútur leiksins og þorðu ekki að skjóta á markið. Það kann ekki góðri lukku að stýra í handknattleik og ef liðið ætlar sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vor þarf að gera bragarbót á því.

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert