Enn von hjá Noregi um verðlaun eftir risasigur

Noregur er áfram í erfiðum málum en sigurinn í kvöld …
Noregur er áfram í erfiðum málum en sigurinn í kvöld gefur liðinu von um verðlaun á mótinu. AFP

Þórir Hergeirsson og lærimeyjar hans í norska landsliðinu eiga enn von um að verja Evrópumeistaratitil sinn í handbolta eftir risasigur á Ungverjalandi í Frakklandi í kvöld, 38:25.

Noregur náði þar með í sín fyrstu tvö stig í milliriðli 2, og jafnaði Ungverjaland að stigum. Rúmenía, Holland og Þýskaland eru efst í riðlinum með 4 stig hvert en Rúmenía og Holland eiga leik til góða og mætast á sunnudaginn. Aðeins tvö efstu lið riðilsins komast í undanúrslit og því ljóst að Noregur þarf einnig að vinna Holland næsta þriðjudag og Spán degi síðar til þess að eiga von um að komast í undanúrslitin.

Norska liðið fór á kostum í kvöld eins og lokatölurnar bera með sér en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:12, og vann seinni hálfleikinn með nánast sama mun. Heidi Löke skoraði sjö mörk úr sjö skotum og þær Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal komu næstar með sex mörk hvor, en Gabriella Toth var markahæst Ungverja með sex mörk.

Fyrr í kvöld vann Þýskaland sex marka sigur á Spáni, 29:23.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert