Valsmenn einir á toppnum

Magnús Óli Magnússon átti afar góðan leik.
Magnús Óli Magnússon átti afar góðan leik. mbl.is/Árni Sæberg

Valsmenn náðu tveggja stiga forskoti á toppi Olísdeildar karla í handbolta með öruggum 34:28-sigri á Fram í kvöld. Valur er nú með 16 stig, tveimur stigum meira en Selfoss og Haukar, en þau eiga leik til góða. 

Jafnræði var með liðunum framan af, en Valsmenn náðu 13:10-forskoti seint í síðari hálfleik og var staðan í hálfleik 15:13. Framarar minnkuðu muninn í 16:15 snemma í síðari hálfleik en þá náðu Valsmenn aftur fínu forskoti sem þeir héldu út til loka. 

Magnús Óli Magnússon var sterkur hjá Val og skoraði tólf mörk og Róbert Aron Hostert skoraði níu. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði sjö mörk fyrir Fram sem er í tíunda sæti með sjö stig. 

mbl.is