Ég gæti ekki verið ánægðari

Mariam Eradze í leik með Toulon.
Mariam Eradze í leik með Toulon. Ljósmynd/Toulon

Mariam Eradze skrifaði á dögunum undir tveggja ára atvinumannasamning við franska efstu deildarliðið Toulon.

Mariam, sem er tvítug, flutti til Toulon við Miðjarðarhafsströnd Frakklands fyrir þremur árum og hefur síðan æft hjá akademíu félagsins, lagt stund á frönskunám og verið í fjarnámi við Verzlunarskóla Íslands. Þegar farið var að hilla undir lok hennar hjá akademíunni buðu forráðamenn félagsins henni atvinnumannssamning hjá aðalliði félagsins sem hún tók.

„Á lokaárinu í akademíunni hef ég eins og aðrar sem í henni eru fengið nokkur tækifæri með aðalliði Toulon. Mér hefur gengið svo vel að félagið bauð með tveggja ára atvinnumannssamning sem ég ákvað að taka,“ sagði Mariam og var eðlilega í sjöunda himni þegar Morgunblaðið náði tali af henni í vikunni.

Byrjaði á sumardvöl í Cannes

Upphafið að Frakklandsævintýri Mariam má rekja lengra en þrjú ár aftur í tímann. Sumarið eftir að hún lauk grunnskóla, fyrir nærri fimm árum, fór hún til sumardvalar til frænku sinnar í Cannes. Þar komst Mariam í sumaræfingabúðir í handknattleik fyrir unglinga. Hún hafði þá æft jöfnum höndum handknattleik og blak og vakið eftirtekt fyrir færni í báðum greinum.

„Þegar námskeiðinu lauk þá var mér boðið að vera áfram hjá Cannes og ég sló til. Árið síðar var haft samband við mig frá Toulon og mér boðið á æfingar með skólasamning í huga ef vel tækist til. Ég fór til Toulon en var svo óheppin að slíta krossband í hné fyrstu æfingu. Ég fór heim í aðgerð og til að jafna mig en forráðamenn Toulon vildu engu að síður halda í mig. Varð það að ráði árið eftir og síðan hef ég verið hjá Toulon, eða í þrjú ár,“ sagði Mariam sem hefur ekki látið akademíuna í Frakklandi duga heldur stundað fjarnám við Verzlunarskólann samhliða og útskrifast í vor.

Sjá allt viðtalið við Mariam í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »