Elvar og Björgvin magnaðir í fyrsta leik

Björgvin Páll og Elvar Örn kátir eftir leik.
Björgvin Páll og Elvar Örn kátir eftir leik. Ljósmynd/Skjern

Elvar Örn Jónsson og Björgvin Páll Gústavsson voru magnaðir í 37:26-sigri Skjern á Lemvig í 16-liða úrslitum danska bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti á nýju tímabili. 

Elvar Örn var að leika í fyrsta skipti með Skjern, eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Selfossi fyrir leiktíðina. Elvar stimplaði sig heldur betur inn hjá danska liðinu og skoraði níu mörk. 

Björgvin Páll var ekki síðri og varði markmaðurinn 20 skot og þar af þrjú víti. Patrekur Jóhannesson var að stýra Skjern í fyrsta skipti, en hann líkt og Elvar, kom til Skjern frá Selfossi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert