Melsungen staðfestir komu Arnars Freys

Arnar Freyr Arnarsson
Arnar Freyr Arnarsson AFP

Þýska handknattleiksliðið Melsungen staðfestir á heimasíðu sinni að línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson muni ganga í raðir félagsins frá danska liðinu GOG á næsta tímabili.

Arnar Freyr er búinn að semja við Melsungen til þriggja ára og tekur samningur hans gildi þann 1. júlí á næsta ári. Hann kom til GOG fyrir tímabilið frá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad.

„Allir leikmenn sem stunda þessa íþrótt dreymir um að spila í sterkustu deildinni og það er það sama hjá mér. Ég get uppfyllt þennan draum með því að fara til Melsungen á næsta tímabili,“ segir hinn 23 ára gamli Arnar Freyr á heimasíðu Melsungen.

Melsungen er í 6. sæti í Bundesligunni með 15 stig eftir 11 leiki og aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Hannover-Burgdorf.

GOG staðfesti væntanlegt brotthvarf Arnars í morgun:

mbl.is