Besti leikur Guðjóns í Frakklandi

Guðjón Valur Sigurðsson fagnar í kvöld.
Guðjón Valur Sigurðsson fagnar í kvöld. Ljósmynd/PSG

Guðjón Valur Sigurðsson átti sinn besta leik til þessa fyrir franska stórliðið Paris SG er liðið vann fimm marka heimasigur á Montpellier í frönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, 35:30. 

Guðjón var markahæstur allra með sjö mörk og þau gerði hann í úr tíu skotum. Luka Karabatic skoraði fimm mörk og þeir Sander Sagosen og Syprzak Kamil fjögur. 

Parísarliðið er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Montpellier er eitt fimm liða sem koma þar á eftir með tólf stig. 

Næsti leikur Paris SG er stórleikur á heimavelli gegn Þýskalandsmeisturum Flensburg í Meistaradeild Evrópu. 

mbl.is