Aron meistari og Viggó sýndi mikinn styrk

Aron Pálmarsson varð deildarbikarmeistari með Barcelona.
Aron Pálmarsson varð deildarbikarmeistari með Barcelona.

Íslendingar atvinnumenn í handbolta léku víðsvegar um Evrópu í dag. Aron Pálmarsson er deildabikarmeistari með Barcelona og Viggó Kristjánsson var sínum gömlu félögum í Leipzig erfiður í Þýskalandi. 

Hér fyrir neðan má sjá yfirferð á því sem íslenskir atvinnumenn í handbolta gerðu í dag. 

SPÁNN

Úrslitaleikur deildabikarkeppninnar:
Barcelona - Bidasoa 30:22
Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Barcelona, sem hefur unnið keppnina níu ár í röð. 

ÞÝSKALAND

Stuttgart - Kiel 21:29
Elvar Ásgeirsson skoraði skoraði ekki fyrir Stuttgart. Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Kiel er frá keppni vegna meiðsla. Kiel er í toppsætinu með 26 stig eftir 16 leiki og Stuttgart í 15. sæti með 12 stig eftir 17 leiki. 

Bergischer - Magdeburg 23:24
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson ekkert. Bergischer er í 10. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 17 leiki. 

Göppingen - Nordhorn 28:26
Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn sem er í botnsætinu með 2 stig eftir 17 leiki. 

Leipzig - Wetzlar 26:29
Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Wetzlar en hann kom til félagsins frá Leipzig fyrir skömmu. Wetzlar er í 9. sæti með 16 stig eftir 16 leiki. 

Viggó Kristjánsson var sterkur í dag.
Viggó Kristjánsson var sterkur í dag.

Minden - Erlangen 26:29
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen sem er í 12. sæti með 14 stig eftir 16 leiki. 

B-deild:
Elbflorenz - Bietigheim 25:29
Hannes Jón Jónsson þjálfari Bietigheim sem er í 8. sæti með 18 stig eftir 16 leiki. 

SVÍÞJÓÐ

B-deild:
Aranäs - Kristianstad 22:29
Andrea Jacobsen skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad. Liðið er í toppsætinu með 18 stig eftir 11 leiki. 

Andrea Jacobsen er í toppsæti sænsku B-deildarinnar.
Andrea Jacobsen er í toppsæti sænsku B-deildarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

AUSTURRÍKI

West Wien - HSG Graz 23:20
Guðmundur Hólmar Helgason lék ekki með West Wien vegna meiðsla. Liðið er í 6. sæti með 18 stig eftir 18 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka