Portúgal fór illa með Svíþjóð

Portúgalar fögnuðu vel og innilega í leikslok í Malmö í …
Portúgalar fögnuðu vel og innilega í leikslok í Malmö í kvöld. AFP

Portúgal gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur gegn Kristjáni Andréssyni og lærisveinum hans í Svíþjóð í milliriðli 2 á EM í handknattleik í Malmö í kvöld. Leiknum lauk með tíu marka sigri Portúgala, 35:25, en staðan í hálfleik var 15:12, Portúgal í vil.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks tóku Portúgalar yfirhöndina í leiknum. Svíar náðu að minnka muninn í tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks, 15:13, en lengra komust þeir ekki og Portúgalar fögnuðu sigri.

Miguel Ferrz og Fabio Magalhaes voru markahæstir í liði Portúgala með sex mörk hvor en hjá Svíum skoruðu þeir Daniel Pettersson og Andreas Nilsson fjögur mörk hvor. Portúgal er með 2 stig eftir tvo leiki í milliriðli 1 en Svíar eru án stiga líkt og Ísland.

mbl.is