Óttast að tímabilið sé búið

Stefan Kretzschmar var í fremstu röð á sínum tíma.
Stefan Kretzschmar var í fremstu röð á sínum tíma. Ljósmynd/STR

Stefan Kretzschmar, fyrrverandi landsliðsmaður Þjóðverja í handbolta og núverandi íþróttastjóri hjá Füchse Berlín, óttast að ekki verði hægt að klára tímabilið í þýska handboltanum. 

Kretzschmar svaraði spurningum stuðningsmanna Berlínarliðsins á Facebook í dag. „Allt getur gerst en mér finnst líkurnar á að við klárum tímabilið litlar,“ viðurkenndi Kretzschmar. 

„Þetta mun hafa mjög slæmt áhrif á fjárhag félaga og við þurfum að finna lausn. Hvað verður um samninga leikmanna og fleira. Þetta er erfitt óvissuástand,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert