Breyting sem gæti bitnað á íslenskum landsliðsmönnum?

Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson hafa samið við Kielce.
Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson hafa samið við Kielce. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Pólverjar hafa gert tvær breytingar fyrir næsta keppnistímabil í handboltanum í landinu og önnur þeirra gæti haft áhrif á íslensku landsliðsmennina sem munu spila með meistaraliðinu Kielce.

Annars vegar hefur verið ákveðið að leggja niður úrslitakeppnina um meistaratitilinn sem hefur farið fram um vorið, eftir að hefðbundinni deildakeppni lýkur, eins og tíðkast hefur lengi hér á landi.

Nú munu úrslitin um pólska meistaratitilinn ráðast alfarið í sjálfri deildakeppninni, þar sem leikin er hefðbundin tvöföld umferð.

Hin breytingin er sú að á næsta tímabili verða að vera minnst tveir pólskir leikmenn inni á vellinum í hverju liði. Sterkustu lið Póllands hafa að mestu verið skipuð erlendum leikmönnum og þetta getur haft áhrif á spiltíma Sigvalda Björns Guðjónssonar og Hauks Þrastarsonar sem eru gengnir til liðs við Kielce.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert