Spilar í Þýskalandi í vetur

Díana Dögg Magnúsdóttir
Díana Dögg Magnúsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðskonan Dí­ana Dögg Magnús­dótt­ir hefur skrifað undir samning við þýska félagið Sachsen Zwickau sem leikur í B-deildinni í handknattleik þar í landi.

Díana hefur verið lykilmaður í liði Vals undanfarin ár en hún varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra og verið hluti af íslenska landsliðinu og á þar 20 leiki. Hún gekk til liðs við Val frá ÍBV árið 2016.

Díana skoraði 70 mörk í 18 leikjum á síðustu leiktíð. Hægri skyttan Þórey Anna Ásgeirsdóttir, sem gekk nýverið til liðs við Val frá Stjörnunni, mun væntanlega fylla skarð hennar.

mbl.is