Selfoss fagnaði eftir æsispennu

Guðmundur Hólmar Helgason átti virkilega góðan leik.
Guðmundur Hólmar Helgason átti virkilega góðan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfoss fagnaði í kvöld 27:26-sigri á Stjörnunni á útivelli í 1. umferð Olísdeildar karla í handbolta. Skoraði Atli Ævar Ingólfsson sigurmarkið á lokamínútunni. 

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og skiptust liðin á að ná fínum köflum og komast yfir, en Stjarnan var með 15:13 forskot í hálfleik. Selfoss byrjaði hins vegar seinni hálfleikinn vel og komst í 18:16. 

Stjörnumenn jöfnuðu í 18:18 og var leikurinn hnífjafn allt til endaloka. Eftir mark Atla á lokamínútunni fengu Stjörnumenn tvö tækifæri til að jafna, en tókst í hvorugt skiptið að koma skoti á marki og því fögnuðu gestirnir sætum sigri. 

Guðmundur Hólmar Helgason fór á kostum hjá Selfossi, skoraði tíu mörk, lagði upp fullt af færum og var sterkur í vörn. Vilius Rasimas varð sterkari í markinu eftir því sem leið á leikinn. 

Lið Stjörnunnar var jafnt, en Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fimm mörk, fjögur þeirra snemma í leiknum. Dagur Gautason og Hafþór Már Vignisson skoruðu fjögur. Markverðir Stjörnunnar náðu sér ekki almennilega á strik, sérstaklega Brynjar Darri Baldursson sem byrjaði í markinu. 

Hafþór Már Vignisson skýtur að marki Selfyssinga í leiknum í …
Hafþór Már Vignisson skýtur að marki Selfyssinga í leiknum í kvöld. Hergeir Grímsson er honum til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Stjarnan 26:27 Selfoss opna loka
60. mín. Stjarnan tapar boltanum 33 sekúndur eftir og Selfyssingar í kjörstöðu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert