Sterkur í öðrum sigrinum í röð

Kristján Örn Kristjánsson í leik með ÍBV.
Kristján Örn Kristjánsson í leik með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleiksmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson fer vel af stað hjá Aix í Frakklandi en hann gekk í raðir félagsins frá ÍBV fyrir leiktíðina. Fagnaði hann og liðsfélagar hans 31:27-útisigri á Créteil í kvöld. 

Kristján skoraði fjögur mörk úr sex skotum og var auk þess með eina skráða stoðsendingu. Eftir tap fyrir meisturum PSG í fyrsta leik hefur Aix nú unnið tvo leiki í röð. 

Er liðið í sjötta sæti með fjögur stig og á leik eða leiki til góða á flest liðin fyrir ofan sig. Kristján var ekki í landsliðshópnum sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti fyrr í dag. 

mbl.is