Íslendingar atkvæðamiklir í Evrópudeildinni

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg. Ljósmynd/@SCMagdeburg

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon fóru mikinn fyrir lið sitt Magdeburg þegar það heimsótti Besiktas í Evrópudeildinni í handknattleik í Tyrklandi í dag.

Leiknum lauk með 41:23:-stórsigri Magdeburg en Gísli Þorgeir skoraði fjögur mörk og Ómar Ingi þrjú.

Magdeburg var með mikla yfirburði í leiknum og leiddi með tólf mörkum í hálfleik, 20:8, en liðið er með 2 stig í efsta sæti C-riðils.

Þá skoraði Aron Dagur Pálsson þrjú mörk fyrir Ålingsas sem mætti Nese í Svíþjóð en leiknum lauk með fjögurra marka sigri Nese, 27:23.

Ålingsas er einnig í C-riðlinum, líkt og Magdeburg, og er í 5. sætinu án stiga.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði tíu skot í marki GOG sem tapaði með einu marki gegn Aðalsteini Eyjólfssyni og lærisveinum hans í Kadetten í Sviss.

Leiknum lauk með 29:28-sigri Kadetten en Viktor Gísli var með tæplega 26% markvörslu í leiknum.

Liðin leika í D-riðli Evrópudeildarinnar ásamt Rhein-Necker Löwen, sem átti að mæta Trimo Trebnje í Þýskalandi í dag en þeim leik var frestað.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði tíu skot í marki GOG.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði tíu skot í marki GOG. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is