Eins marks tap í Eskilstuna

Daníel Freyr Andrésson.
Daníel Freyr Andrésson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daníel Freyr Andrésson varði mark Guif sem tapaði naumlega gegn Redbergslid, 31:32, á heimavelli í Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Daníel stóð sig ágætlega í markinu, varði 15 skot og var með 36 prósent markvörslu. Þá skoraði hann einnig eitt mark en lið hans varð að sætta sig við nauman ósigur. Guif er í 8. sæti deildarinnar með tíu stig eftir 12 leiki.

Skövde vann 32:24-sigur á Lugi á heimavelli en það er nýja lið Bjarna Ófeigs Valdimarssonar sem er á leiðinni til Svíþjóðar frá FH. Félagsskiptin gengu í gegn um helgina og er Bjarni ekki kominn út enn þá. Skövde er í 3. sæti með 15 stig eftir 11 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert