Halldór með Barein á HM

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfar Barein á HM.
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfar Barein á HM. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Jóhann Sigfússon kemur til með að stýra landsliði Barein á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi í janúar. Barein lét Þjóðverjann Michael Roth fara á dögunum og leituðu í kjölfarið til Halldórs. Handbolti.is greindi frá.

Halldór þekkir til handboltans í Barein en hann þjálfaði U19 og U21 árs landslið karla hjá þjóðinni áður en hann var rekinn á síðasta ári. Halldór tók við karlaliði Selfoss síðasta sumar og hefur fengið samþykki Selfyssinga.

Verður Halldór þriðji Íslendingurinn til að þjálfa karlalið Barein en Guðmundur Guðmundsson og Aron Kristjánsson hafa þjálfað liðið síðustu ár og var Aron m.a. þjálfari liðsins á HM 2019.

Barein verður í riðli með Argentínu, Kongó og Danmörku á HM.

mbl.is