Kristján og félagar áfram á sigurbraut

Kristján Örn Kristjánssonþ
Kristján Örn Kristjánssonþ mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Örn Kristjánsson og samherjar í franska handknattleiksliðinu Aix héldu áfram á sigurbraut í kvöld þegar þeir lögðu St. Raphaël á útivelli, 29:26, í frönsku 1. deildinni.

Aix hefur nú unnið fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á tímabilinu, og aðeins stjörnulið París SG er með færri töpuð stig. PSG hefur hinsvegar leikið átta leiki og er því með 16 stig en mörgum leikjum Aix að undanförnu hefur verið frestað og það hefur aðeins lokið fimm leikjum.

Kristján Örn lét áfram talsvert að sér kveða í liði Aix og skoraði fjögur mörk.

mbl.is