Heimamenn áfram í fjórðungsúrslit

Ibrahim El Masry fagnar marki fyrir Egypta í leiknum í …
Ibrahim El Masry fagnar marki fyrir Egypta í leiknum í dag. AFP

Egyptaland er komið í fjórðungsúrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir 25:25-jafntefli gegn Slóveníu í milliriðli fjögur. Egyptar eru gestgjafar á mótinu.

Heimamenn voru undir í hálfleik, 12:8, en voru svo nálægt sigrinum undir lokin, voru 25:23 yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Síðustu tvö mörkin voru slóvensk en jafnteflið dugar Egyptum til að komast áfram. Mohammad Sanad var markahæstur Egypta í leiknum með sjö mörk en Blaz Janc skoraði sex mörk fyrir Slóvena.

Með jafnteflinu fara Egyptar í toppsæti riðilsins og því öruggir um sæti í átta liða úrslitum en Rússar mæta Svíum klukkan 19:30 í kvöld þar sem Svíum nægir jafntefli til að komast áfram. Egyptaland er með sjö stig á toppnum, Svíþjóð 6 stig og Rússar 5 stig eins og Slóvenía.

Slóvenía: Blaz Janc 6, Borut Mackovsek 4, Miha Zarabec 4, Jure Dolenec 4, Matic Suholeznik 3, Matej Gaber 2, Dean Bombac 2.

Egyptaland: Mohammad Sanad 7, Yahia Omar 6, Yehia Elderaa 4, Ali Zein 3, Ahmed Elahmar 2, Seif Elderaa 2, Wisam Nawar 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert