Ísland mætir Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu

Ómar Ingi Magnússon í baráttu við Portúgali á EM í …
Ómar Ingi Magnússon í baráttu við Portúgali á EM í janúar síðastliðnum. Íslenska landsliðið mætir Portúgal á ný á HM 2023. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik dróst í D-riðil með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi sem fer fram í janúar 2023.

Dregið var í átta fjögurra liða riðla í Katowice í Póllandi í dag.

Ísland var í efsta stykleikaflokki fyrir dráttinn í dag og mætir tveimur liðum sem voru einnig með liðinu í riðli á EM í janúar síðastliðnum, þar sem Ísland hafnaði í sjötta sæti.

Alls taka 32 þjóðir þátt á HM 2023 en enn á eftir að koma í ljós hvaða fimm Afríkuþjóðir tryggja sér sæti.

Riðlarnir í heild sinni:

A-riðill:

Spánn

Svartfjallaland

Síle

Íran

B-riðill:

Frakkland

Pólland

Sádi-Arabía

Slóvenía

C-riðill:

Svíþjóð

Brasilía

Afríka 2

Úrúgvæ

D-riðill:

Ísland

Portúgal

Ungverjaland

Suður-Kórea

E-riðill:

Þýskaland

Katar

Serbía

Afríka 5

F-riðill:

Noregur

Norður-Makedónía

Argentína

Holland

G-riðill:

Afríka 1

Króatía

Afríka 3

Bandaríkin

H-riðill:

Danmörk

Belgía

Barein

Afríka 4

mbl.is