Daninn reyndist hetja Gróttu

Andri Þór Helgason skoraði sjö.
Andri Þór Helgason skoraði sjö. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Grótta vann sinn annan sigur á leiktíðinni í Olísdeild karla í handbolta er liðið lagði Stjörnuna, 29:28, í miklum spennuleik á Seltjarnarnesi í kvöld. Staðan í hálfleik var 14:13, Stjörnunni í vil, og var jafnt á nánast öllum tölum allan leikinn.

Theis Koch Søndergård, Daninn í liði Gróttu, skoraði tvö síðustu mörk liðsins og reyndist því hetjan. Søndergård kom til Gróttu frá Aalborg fyrir leiktíðina og hefur leikið vel.

Hann skoraði sjö mörk, eins og Andri Þór Helgason. Björgvin Hólmgeirsson hjá Stjörnunni var hins vegar markahæstur allra með 12 mörk. Stjarnan er með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 7, Theis Søndergård 7, Birgir Steinn Jónsson 5, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Hannes Grimm 2, Lúðvík Arnkelsson 2, Akisama Abe 2, Jakob Stefánsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 8, Daníel Arnar Valtýsson 5.

Mörk Stjörnunnar: Björgvin Hólmgeirsson 12, Leó Snær Pétursson 3, Hergeir Grímsson 3, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Pétur Árni Hauksson 2, Tandri Már Konráðsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Hjálmtýr Alfreðsson 1, Starri Friðriksson 1.

Varin skot: Adam Thorstensen 13.

mbl.is